Við hjá Virði ráðgjöf sérhæfum okkur í innleiðingu og ráðgjöf á straumlínustjórnun (e. Lean), en það er aðferðafræði sem var þróuð út frá framleiðsluaðferðum Toyota. Straumlínustjórnun sér til þess að vörur eða þjónusta séu á réttu verði, í réttum gæðum á réttum tíma og hefur jákvæð áhrif á heildarupplifun viðskiptavina. Skilningur starfsfólks á ferlum fyrirtækisins eykst, það er af hverju vandamál koma upp og hvernig er hægt að leysa þau. Straumlínustjórnun er vegferð stöðugra umbóta þar sem stefnt er að fullkomnun þó svo vitað sé að því verði ekki náð að fullu.
Um okkur